Tuesday, November 11, 2008

Breyting á heimili

FyrirÉg lét rífa niður veggi til að gera rýmið opnara og fallegra.

Allt í rúst


Eftir

Hér má sjá hvernig hægt er að hressa upp á útlitið á heimilinu með málningu og sitthverju fleira. Reif reyndar niður tvo veggi til að opna rýmið og gera það skemmtilegra. Þetta hús er frá 1970 og á þeim tíma átti fólk fleiri börn og herbergin voru því yfirleitt fleiri en jafnframt minni. Á þessu svæði voru þrjú pínulítil herbergi. Ég hélt einu herberginu en opnaði hin tvö til að búa til eitt stórt fjölskylduherbergi með útgangi út í garð. Ég lét taka parkettið af enda var það komið til ára sinna og lét flota gólfið til að jafna það út. Lét svo lakka það með háglansandi lakki og lét setja svolítinn svartan lit út í það til að gera það ennþá flottara. Yfir allt setti ég svo stóra mottu til að fá hlýleikann inn. Í stað þess að fá nýjar hurðir voru gömlu hurðirnar lakkaðar og gömlu hurðahúnarnir sóma sér vel þegar hurðirnar eru orðnar háglansandi og svartar. "Daybed" -inn er búinn til úr gömlu rúmi, en gerir þó sitt gagn.



No comments: