Tuesday, November 25, 2008

Breyting á íbúð

Eldhúsið eftir breytingar

Eldhúsið fyrir breytingar.

Horft úr herberginu fram á gang.

Gangurinn nýparkettlagður og allt nýmálað.
Baðherbergið fyrir breytingar.

Baðherbergið eftir breytingar.
Ég tók að mér að hressa upp á þessa íbúð síðsumars. Það var svo sem ekki farið í neinar yfirburðaframkvæmdir en hér sannast það enn og aftur hvað er hægt að gera mikið með málningu og svo skemma nýju gólffjalirnar ekki stemninguna. Við byrjuðum á því að lakka allar hurðir háglans hvítar. Svo máluðum við alla veggi í sama lit. Því næst skiptum við um gólfefni. Létum parkettleggja með sebra plastparketti úr IKEA sem gerði ótrúlega mikið fyrir íbúðina. Sebraviðurinn er mjög heitur um þessar mundir en hann var mikið notaður á hönnunarsýningunni í Mílanó síðastliðið vor. Baðherbergið var dúklagt upp á nýtt og svo máluðum við flísarnar svartar en fyrir höfðu verið tvær tegundir af flísum á baðherberginu.

No comments: