Tuesday, November 25, 2008

Breyting á íbúð

Eldhúsið eftir breytingar

Eldhúsið fyrir breytingar.

Horft úr herberginu fram á gang.

Gangurinn nýparkettlagður og allt nýmálað.
Baðherbergið fyrir breytingar.

Baðherbergið eftir breytingar.
Ég tók að mér að hressa upp á þessa íbúð síðsumars. Það var svo sem ekki farið í neinar yfirburðaframkvæmdir en hér sannast það enn og aftur hvað er hægt að gera mikið með málningu og svo skemma nýju gólffjalirnar ekki stemninguna. Við byrjuðum á því að lakka allar hurðir háglans hvítar. Svo máluðum við alla veggi í sama lit. Því næst skiptum við um gólfefni. Létum parkettleggja með sebra plastparketti úr IKEA sem gerði ótrúlega mikið fyrir íbúðina. Sebraviðurinn er mjög heitur um þessar mundir en hann var mikið notaður á hönnunarsýningunni í Mílanó síðastliðið vor. Baðherbergið var dúklagt upp á nýtt og svo máluðum við flísarnar svartar en fyrir höfðu verið tvær tegundir af flísum á baðherberginu.

Tuesday, November 18, 2008

Console-borð ala MM

Þetta Console-borð bjó ég til úr IKEA löppum og MDF plötu. Eiginmaðurinn fékk það verkefni að lakka það háglansandi svart. Ég elska að raða saman fallegum hlutum, lömpum, vösum, myndrömmum og kertum. Hvert heimili ætti að eiga allavega eitt Console-borð. Eitt verður þó að passa, að gera það ekki að fráleggsborði því það skemmir algerlega stemninguna.

Friday, November 14, 2008

Gluggaskreytingar



Þessar gluggaskreytingar gerði ég fyrir Gleraugnasmiðjuna og Gleraugnabúðina Laugavegi 36.

Borðskreytingar




Í þessu boði sá ég um borðskreytingar. Það var Feneyjaþema með tilheyrandi grímum, pallíettum og öðru glensi. Litapallettan var fjólublá, gyllt og silfruð.

Veitingar á bakka


Ég elska að raða veitingum á bakka. Formin sem sjást á myndinni eru fjölnota múffuform úr sílikoni sem fást í Habitat. Þau eru alveg frábær, ekki bara falleg heldur líka meðfærileg. Í ofanálag eru þau umhverfisvæn því hægt er að nota formin aftur og aftur...

Tuesday, November 11, 2008

Breyting á heimili

FyrirÉg lét rífa niður veggi til að gera rýmið opnara og fallegra.

Allt í rúst


Eftir

Hér má sjá hvernig hægt er að hressa upp á útlitið á heimilinu með málningu og sitthverju fleira. Reif reyndar niður tvo veggi til að opna rýmið og gera það skemmtilegra. Þetta hús er frá 1970 og á þeim tíma átti fólk fleiri börn og herbergin voru því yfirleitt fleiri en jafnframt minni. Á þessu svæði voru þrjú pínulítil herbergi. Ég hélt einu herberginu en opnaði hin tvö til að búa til eitt stórt fjölskylduherbergi með útgangi út í garð. Ég lét taka parkettið af enda var það komið til ára sinna og lét flota gólfið til að jafna það út. Lét svo lakka það með háglansandi lakki og lét setja svolítinn svartan lit út í það til að gera það ennþá flottara. Yfir allt setti ég svo stóra mottu til að fá hlýleikann inn. Í stað þess að fá nýjar hurðir voru gömlu hurðirnar lakkaðar og gömlu hurðahúnarnir sóma sér vel þegar hurðirnar eru orðnar háglansandi og svartar. "Daybed" -inn er búinn til úr gömlu rúmi, en gerir þó sitt gagn.



Nýjasta nýtt...


Gylltur og fjólublár púði

Breyting á svefnherbergi





Veggfóður gertur gert kraftaverk. Þessa dagana er ég með æði fyrir röndóttu veggfóðri - finnst það ógurlega nýtt og ferskt. Lýsing skiptir líka miklu máli í svefnherbergjum, hún má alls ekki vera of skær. Rúmgaflinn bjó ég til úr spónaplötu, svampi og efni en hann er skrúfaður á vegginn.

Friday, November 7, 2008

Einfalt jólaskraut


Fyrir jólin í fyrra bjó ég til þennan jólahring. Eftir mikla leit af húllahringjum í desembermánuði gafst ég upp og keypti rör í byggingavöruverslun, vafði þau með gömlu efni og setti jólaseríu utan um. Þetta jólaskraut kostaði lítið og er undurfallegt. Það verður pottþétt dregið upp eftir nokkrar vikur...

Thursday, November 6, 2008

Gamaldags jólaboð í Iðnó






Í fyrra fékk ég það verkefni að sjá um skreytingar fyrir gamaldags jólaboð í Iðnó. Ákvað að hafa skreytingarnar einfaldar og elegant. Hvað er jólalegra en rauðar slaufur og greni?

Litur aðventunnar

Þessi lampi er guðdómlegur, hann fæst í Habitat! Ekki skemmir liturinn stemninguna.

Hlýlegt haust...

Þykkar gardínur og veggfóður er það sem koma skal...

Hér sjást nokkrir bleikir tónar sem eru notaðir saman á fallegan hátt. Þeir sem voru að verða pínu leiðir á opnum hillum geta sæst við þær aftur...


Röndótt er það sem koma skal...


Á húsgagnasýningunni í Mílanó í vor var þessi Sebraviður mest áberandi.

Þetta blogg er fyrst og fremst hugsað sem vettvangur til að koma mínum hugmyndum á framfæri og leyfa ykkur að njóta.